Fór út um 8.30 á laugardagsmorgun. Ákvað að fara frekar stutt og taka það rólega til að hlífa hnénu og sjá hvernig staðan væri. Hitti Halldór í Fossvogsbotninum eins og vanalega. Hann ætlaði að gera tvennt, hlaupa í um 4 klst og fara frekar hægt. Honum hefur reynst hið fyrra auðvelt en hann sagði að það væri frekar erfitt að stilla sig niður á að hlaupa hægt, hann sækti svo í að auka hraðann. Ég fór öfugan hring út á Eiðistorg og síðan heim í gegnum laugarnar. Þetta eru sléttir 20 km og passaði alveg fyrir áætlun dagsins. Fann svo að segja ekkert fyrir hnénu enda fór ég varlega. Ég held að þetta sé allt að koma. Parketlögnum verður ýtt á undan sér þar til eftir júnílok ef þær skyldi bera á góma.
Í apríl ætla ég að reyna að hlaupa allt að 500 km. Spurning hvernig það tekst. Ef það gengur upp verð ég búinn að hlaupa í kringum landið í lok mánaðarins frá ársbyrjun. Í maílok stefni ég síðan á að vera kominn austur á firði á öðrum hring. Það verða ekki allt formleg hlaup því Esjugöngur fara að koma inn í ríkari mæli. Einnig þarf löngum hlaupum að fjölga, þótt ég geti verið ánægður með mars, tvö 50 km hlaup auk nokkurra sem voru vel yfir 30 km. Nú þarf ég að hlaupa í 4 - 5 tíma einum tvisvar - þrisvar sinnum. Í lok mánaðarins verður Þingvallahlaupið sem er allavega um 70 km. Þetta tekur tíma en með því að nýtqa kvöldin vel og einnig að vakna æ fyrr á helgum ætti þetta að ganga upp.
Fór í heimsókn í kvöld til mákonu og sambýlismanns hennar. Þau sýndu okkur ásamt fleiri gestum myndir frá ferð sem þau fóru til Suður Ameríku í janúar þar sem þau gengu um Inkaslóðir. Mjög gaman var að fá smá innsýn í hvernig er að litast um þarna og fá nasasjón af því hvernig mannvistarleifar Inkana líta út. Ótrúlegt var að sjá byggingarlist þeirra.
Páfinn dó í kvöld samkvæmt fréttum. Þetta endar þannig fyrir hann eins og aðra. Andlát hans skiptir mig svo sem ekki meira máli en það hefði snortið hann ef ég hefði hrokkið upp af.
Chelsea kláraði enska ttilinn endanlega í dag þar sem Man. Udt. gerði aðeins jafntefli við Blackburn. Gott að sjá að Eiður Smári hafði verið fljótur að jafna sig eftir meiðslin sem gerðu honum ókleift að taka þátt í landsleiknum við Króata!!!
sunnudagur, apríl 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli