miðvikudagur, apríl 20, 2005

Tók lengra hlaup í kvöld en vanalega á virkum dögum. Þarf að vinna upp laugardaginn sem rigndi burt. Tók hefðbundinn Poweratehring með hattinum og fór síðan út í Nauthólsvík og slaufuna út á Grensásveg og heim. Um 25 km. Allt í góðu róli. SMSaði á Pétur Reimars. Hann sagði að það hefði verið heitt í Boston og heldur erfitt. Hann endaði á svipðuðum tíma og hann hafði reiknað með en aðrir sem ætluðu að taka á misstu dampinn niður vegna hita. Annars var upplifunin góð og hlaupið skemmtilegt.

Búið að velja páfa. Nær áttrætt gamalmenni með nazi fortíð. Mér finnst það vera dæmigert fyrir þessa öldungamafíu í Vatíkaninu að velja sér forystumann af þessum toga. Ég sé í Skandinavísku blöðunum að það sé svona 5% af kaþólikkum sem fagni kjörinu af heilum hug (afturhaldsliðið) en aðrir geri það með mismunandi mikið óbragð í munninum. Þessi verður vafalaust fínn í að predika yfir fólkinu í Afríku um hve forkastanlegt það sé að nota getnaðarvarnir til að reyna að draga úr útbreiðslu AIDS. Enda þótt gamli páfinn hafi stappað stálinu í sitt heimafólk þegar uppgjörið gegn rússum fór fram og átt sóma fyrir það, þá var margt hjá honum sem hefði betur mátt fara.

Síðasti kennsludagur í MR hjá Sveini í dag. Dimmission á morgun og síðan lokaprófatörnin. Það er alltaf merkileg tilfinning að sjá fram á að ákveðið tímabil sé að taka enda. Miklu máli skiptir þó að geta horft um öxl og verið sáttur við frammistöðu sína.

Engin ummæli: