Fékk Marathon and Beyond í dag, jan/feb 2006. Alltaf gaman að lesa það. Í því er frásögn af bræðrum sem eru orðnir rúmlega fimmtugir. Þeir eru búnir að hlaupa maraþon á tímanum í kringum 2.50 í tæp 25 ár. Samt hafa þeir dregið verulega úr æfingum með aldrinum. Þegar þeir voru farnir að nálgast fertugt fóru þeir ekki meir en um 60 km á viku (45 mílur). Upp úr fertugu minnkuðu þeir æfingarnar niður í um 55 km (40 mílur) á viku og enn síðar niður í tæpa fimmtíu km á viku (35 mílur) með fjögurra daga æfingum. Engu að síður héldu þeir sama hraða í maraþoni, í kringum 2.50. Málið er að heildarmagn loftháðra æfinga (aerobic training) hélst konstant á meðan skiftiæfingar (cross training) jókst. Þeir segja að galdurinn við að halda sama úthaldi þrátt fyrir hærri aldur og minni æfingar er að gæði æfinganna jókst. Í fyrsta lagi keyra þeir interval æfingar með 3 - 4 mílum af hröðum hlaupum. Í öðru lagi hlaupa þeir 5 - 6 mílur á maraþonhraða eða þrjár mílur hraðar af 5 - 6 mílna heildarhlaupi. Í þriðja lagi hlaupa þeir 15 - 20 mílur á 15 - 30 sekúndum hægari hraða en maraþonhraðinn er. Síðan stunda þeir fjölbreytta hreyfingu þá daga se,m þeir hlaupa ekki svo sem hjólreiðar, sund, róður og tennis. Einnig stunda þeir lyftingar. Stöðug hreyfing leiðir það af sér að þeir hafa ekki þyngst neitt í 25 ár. Líkamsþunginn er stöðugur. Jöfn og stöðug hreyfing árið um kring gerir það að verkum að menn geta haldið sér í mjög góðu formi án þess að æfingamagnið sé neitt úr hófi fram, aðalmálið er að hafa gæði æfinganna mikil.
Fékk email í dag um að það er verið að planleggja tvíþraut. Hlaupið skal frá Skálafelli og eftir Esjunni niður í Tíðaskarð, þaðan er hjólað inn í Botnsdal og þá hlaupinn Leggjabrjótur og síðan hjólað upp í Skálafell aftur. Hlaupin eru samtals 39 km og hjólreiðar eru 66 km eða rúmir 100 km í heildina. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað þetta tekur langan tíma, ég hef hvorki farið eftir Esjunni eins og leiðarlýsing er né gengið Leggjabrjót. Ef maður segir hlaup 4 - 6 tímar og hjól fjórir tímar fyrir öfluga einstaklinga. Líklega ekki fjarri lagi en sama er, það kemur vonandi í ljós. Þetta er náttúrulega ekki nema eitt gott dagsverk. Það þarf bara að skipuleggja þetta vel og gæta fyllsta öryggis. Það að blanda saman hjlólreiðum og hlaupum gerir þetta að extra challange því sá sem er góður í hlaupum þarf ekki að vera góður hjólreiðamaður og öfugt. Ég sé því miður ekki fram á að þetta falli inn í planið hjá mér í sumar en sama er, maður höktir vonandi eitt eða tvö ár til viðbótar. Þetta sýnir þá þróun sem er að gerast í þessum geira, það eru sífellt að koma ný og ný viðfangsefni.
Skyldi sjónvarpið mæta á staðinn eða ætli þeir verði uppteknir í að filma strandblakið. Ég verð að segja að stundum finnst mér óþolandi hvað persónuleg áhugamál íþróttafréttamanna eru ráðandi fyrir það sem sýnt er í sjónvarpinu. Enda þótt sjónvarpinu hafi ár eftir ár verið sendar tilkynningar um maraþonhlaup og Laugaveginn og ég veit ekki hvað, þá hafa þeir því sem næst aldrei sýnt sig á staðnum. Svo er verið að sýna beint frá einhverjum slöppum blakleikjum í sjónvarpinu. Hvað skyldu margir sitja og horfa á þá mikllu upplifun?
mánudagur, janúar 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli