Léttur rúntur í gærkvöldi í logni og frosti. Það er bara spurning um klæðnað, þá er mjög gaman að hlaupa á kvöldi enda þótt það sé kalt. Heyrði mér til hrellingar í gærmorgun að félagi Steingrímur hefði lent í bílslysi í fyrrakvöld. Maður veit aldrei hvað gerist þegar bíll fer út af vegi en sem betur fer virðist hann hafa verið heppinn og sloppið þannig að hann komi til með að ná sér að fullu enda þótt meiðslin séu talsverð. Steingrímur er hraustur og harður af sér. Það má hins vegar ekki mikið út af bera við þessar aðstæður og má teljast heppni að hann hafi getað látið vita af sér því kuldinn setur fljótt að slösuðum manni. Það eru nú akkúrat um 5 ár þessa dagana síðan við hér hjá sambandinu misstum félaga okkar Sigurjón Pétursson í bílslysi á Holtavörðuheiðinni. Ég heyrði umræður í útvarpinu í gær um hve slysum hefði fækkað á Reykjanesbrautinni við tvöföldun hennar. Það hefur sannast se baráttumenn fyrir tvöföldun hennar héldu fram að vegur sem er vanbúinn að taka við mikilli umferð er slysagildra í sjálfu sér. Það er ljóst að vegakerfið er enn á margan hátt vanbúið að taka við þeirri gríðarlegu umferðaraukningu sem hefur átt sér stað á liðnum árum. Bæði hefur bílum fjölgað og einnig eru allir þungaflutingar komnir upp á land. Fjármagn til vegaframkvæmda hefur ekki aukist að sama skapi.
Ég er sem fyrr að velta fyrir mér prófkjörum. Prófkjör eru ein aferðafræði af fleirum sem notaðar eru tilað velja á framboðslistastjórnmálaflokka. Þessi aðferð hefure fleiri kosti en galla. Kostirnir eru þeir að almenningur getur haft áhrif á hvaða fólk er kallað til forystu. Gallarnir eru þeir að það er ekki hægt að hafa áhrif á niðurstöðuna og maður veit ekki niðurstðuna fyrir fram. Því getur hún komið á óvart. Ég sé ekki annað en að einstaklingur (nú má varla segja karl eða kona) sem ekki nær tilætluðum árangri í prófkjöri geti fáum um kennt nema sjálfum sér. Annað hverot er málatilbúnaður og verk viðkomandi ekki þess eðlis að hann hrífi aðra með sér eða að hann hefur ekki unnið nógu vel í aðdraganda prófkjörsins. Manni finnst stundum eins og fólk líti svo á að það eigi rétt á ákveðnum sætum fyrir það eitt að langa til að sitja í þeim.
Í gærkvöldi var í sjónvarpinu talað við talskonu kvennarannsóknastofu eða hvað stofnunin heitir aftur. Talskonan var mikil áhugamanneskja um fléttulista allskonar þar sem röðun á framboðslista væri ákveðin að vitrustu manna yfirsýn. Hún taldi upp ýmis stjórnmálaöfl sem hafa naáð ansi langt á þessari þroskabraut en svo var það Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur alls ekki sinnt þessum málum sem skyldi. Þar sem hann er stærsti flokkur þjóðarinnar myndi muna mikið um ef hann tæki sig til að gerði eitthvað í þessum málum. Bíðum nú hæg. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að nota þessa viturlegu aðferðafræði en samt er hann stærsti flokkur þjóðarinnar. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Er það kannski bara skynsamlegast yfir höfuð að kjósa öflugasta fólkið til forystu hverju sinni og láta allt popúlistatal um fléttulista sem vind um eyru þjóta? Mér sýnist að svo sé. Mér finnst fléttulista hugmyndafræðin snúast um það að koma fólki til valda sem fær ekki brautargengi þegar almenningur fær að ráða. Af hverju bjóða óánægðar konur í Garðabæ ekki bara fram sér lista? Það væri virðingarverð ákvörðun að mínu mati. Það kæmi þá hreinlega í ljós hvort Garðbæingum fyndist þær eiga erindi í bæjarstjórn.
Ágúst forseti 100 K sendi fréttir um að Pétur Franzson, Gunni Richter og Elín Reed væru komin í langhlauparagírinn og stefndu á Lappland 100 km um mánaðamótin júní / júlí. Það verður gaman að fylgjast með þeim í undirbúningnum og eins í hlaupinu sjálfu. Ég efa ekki að þetta gengur vel hjá þeim enda eru þau reyndir maraþonhlauparar og tilbúin til að stíga skref til viðbótar upp á næsta hjalla.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli