Það var fallegt veðrið í gærmörgun þegar ég lagði af stað rúmlega kl. 8. Fullt tungl, dimmt og snjór yfir öllu. Ég fór tímanlega af stað því ég þurfti að vera kominn heim um kl. 11. því María átti að mæta á Reykjavíkurleikana niður í Laugahús um kl. 11.30. Ég fór upp að Stíflu og saknaði þess mest að hafa ekki myndavél og þrífót með. Eftir að hafa farið á námskeið til Pálma í haust þá finnst manni skemmtilegast að spekulera í að taka myndir í myrkri. Ég hitti Pétur síðan upp úr kl. 9.00 en Halldór var einhversstaðar austur í sveitum að frílista sig. Við renndum síðan fyrir Kársnesið í mismiklum snjó. Þá þyngdi að og él reið yfir. Við fórum síðan hefðbundna leið upp Garðabæjarbrekkuna og síðan til baka og upp HK brekkuna og yfir í Elliðaárdal. Pétur ætlaði að taka stokkinn vestureftir. Þá sáum við konu sme tók brekkuspretti af ákafa á stokknum sem lá upp að Sogavegnum. Það reyndist Elín samstarfs- og samhlaupakona Þórhalls og Jörundar. Þétur sagði að hún væri ein af þeim efnilegri og væri til alls líkleg. Við spjölluðum við hana um stund og svo hélt hver til síns heima. Rúmir 20 kim að baki eins og að var stefnt. Fínn dagur. Seinni hluti dagsins leið svo niður í Laugum að fylgjast með Maríu. Hún uppskar eitt silfur og eitt brons og setti tvö persónuleg met sem er gott því hún er á yngra ári í sínum aldursflokk og með þeim minni, en gríðarlegur stærðar- og þroskamunur er á krökkum á þessum aldri. Best gekk henni í 800 metrum en verst er að henni finnst ekki gaman að hlaupa þá.
Sveinn hélt matarboð fyrir kunningja sína um kvöldið. Þetta er um 10 krakka hópur sem hefur haldið hópinn síðan úr 4. bekk menntaskóla og eitt af því sem tekiðe r fyrir að hvort kynið býður hinu í mat og þeir sem þyggjast boðið vasjkar upp á eftir. Nú var komið að strákunum. Þeir vönduðu sig svo mikið að stelpurnar sögðu að þær væru að verða áhyggjufullar yfir að vera að missa meðfædda yfirburði í eldamennsku. Gamla settið fór úr húsi þegar allt var komið vel af stað og lét kvöldið líða í heimsóknum.
Forsætisráðherra lét í ljós undrun sína um að einhevrjir vildu kaupa fjölmiðla til að leggja þá niður og sagðist ekki trúa því að það gerðist í hinum vestræna heimi. Ég man nú ekki betur en að það hafi iðulega verið gert hvað varðar útvarpsstöðvarnar, þær voru keyptar áf samkeppnisaðilanum í þeim tilgangi að leggja þær niður til að draga úr samkeppni. Monnum finnst kannksi dagblað vera eitthvað áþeifanlegra. Ég sé ekki muninn.
Heyrði í gær umræðu í útvarpinun um íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum.Ýmsir hafa áhyggjur af því að máltilfinning fari versnandi. Ég tek fyllilega undir áhyggjur þeirra sem eru á þeirri skoðun. Mest áhrif hefur minnkandi lestur bóka. Ég er ekki sammála grunnskólamanninum sem sagði að staðan hefði aldrei verið betri en nú. Ég man eftir því þegar ég flutti til Svíþjóðar fyrir 25 árum síðan. Þá þóttu íslendingar að ýmsu leiti sérstakir í augum þarlendra. Meðal annars þótti það sérstakt að við gátum lesið 1000 ára gamlan texta. Sænskir sögðust með herkjum geta lesið 200 ára gamlar bækur. Það sem eldra væri var skrifað á máli sem var ólæsilegt fyrir almenning. Þetta verður svona hérna innan skamms.
sunnudagur, janúar 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli