þriðjudagur, janúar 24, 2006

Skoðanakannanir hafa aðeins verið til umræðu að undanförnu. Í fyrsta lagi var gerð skoðanakönnun um fylgi flokkanna í næstu borgarstjórnarkosningum. Svörun í könnunni var tæp 60%. Ýmssir sem komu illa út úr könnunni fóru af stað með að svarhlutfallið væri svo lágt að að væri ekkert að marka niðurstöðurnar. Þetta skal skoðað aðeins nánar. Mestu máli skiptir fyrir áreiðanleika skoðanakannana hvernig úrtakið er unnið. Ef það er látið endurspegla aldur, búsetu, þjóðfélagsstöðu og anna sem máli skiptir þá gefur tiltölulega lítið úrtak mjög áreiðanlega niðurstöðu um afstöðu heildarinnar. Annað atriði sem skiptir miklu máli er svarhlutfallið. Í skoðanakannanafræðum er miðað við að niðurstöður úr skoðanakönnun með 80% svörun sé mjög marktæk ef úrtakið er vel unnið. Sé svörunin um 70% er áreiðanleikinn nokkuð minni og í könnun með um 60% svörun er varla um að ræða annað en sterka vísbendingu að ræða. Mjög mikið atriði í skoðanakönnunum er að það séu ákveðnar persónur sem dregnar eru út en ekki einungis símanúmer og síðan er sá spurður sem svarar í símann.
Seinni könnunin sneri að bólförum íslendinga og hugarórum þeirra í tengslum við það. Úr þessu varð hin "ágætasta" umræða í Kastljósinu í gærkvöldi og tókst að teygaj lopann mjög lengi um þetta áhugaverða mál. Þar kom fram að skoðanakönnun sem var í upphafi kynnt sem ein hin stærsta könnun þessa eðlis sem hafði verið framkvæmd hérlendis hafði verið gerð með skoðanakönnun inn á heimasíðu einhvers blaðsins. Sem sagt, framkvæmdin var algert bull. Eins og Sveppi sagði þegar hann var kosinn sjónvarpsmaður ársins í netkosningu, þetta er ekki flóknara en svo að þú þarft bara að fara inn á Cookies og breyta þar einhverri stillingu og þá geta menn bara kosið (og kosið og kosið).

Ég var að skoða samantekt á besta árangri norðurlandabúa í 100 K hlaupi á árunum 2004 og 2005. Miðað við tímana sem Ágúst Kvaran fékk í Hollandi 1998 (8.43) og í Frakklandi 2001 (8.59) þá hefði hann verið í 15 - 17 sæti yfir bestu 100 K hlaupara á Norðurlöndum bæði árin. Nú veit ég ekki hverjir voru bestu tímar norðurlandabúa á þeim árum sem Ágúst hljóp þessi hlaup en ég hef trú á að hann hefði jafnvel verið enn framar á listanum þá því svo mikið hefur gerst á þeim árum sem liðin eru síðan þá, bæði hefur hlaupurum fjölgað svo og hlaupum.

Engin ummæli: