þriðjudagur, janúar 03, 2006

Fór hring í hverfinu í kvöld. Manni leist ekki á veðrið út um dyrnar en svo var það ágætt þótt svolítið rigndi. Það var bara hressandi. Nú verður rútínan þannig í þessum mánuði; löng hlaup um helgar og stutt hlaup þrjá daga vikunnar, helst þd, md, og fid.

Íþróttamaður ársins tilkynntur í kvöld. Eiður var vel að titlinum kominn. Ég sá hins vegar ekki ástæðu þess að markvörðurinn í Breiðabliki væri meðal 10 bestu. Bæði Þórdís Edda og Ásdís Hjálms og jafnvel Silja áttu frekar að vera þarna. Af hverju voru afreksmenn í hestaíþróttum ekki þarna á meðal, heimsmeistarar og ég veit ekki hvað? Hvar voru dansararnir?

Ég sé að ultrahlauparar þurfa að fara að berjast af auknum krafti fyrir tilveru sinni í augum íþróttafréttamanna. Þegar einhverju ultrajaðarsporti eins og strandblaki er gefin sérstök kynning og viðtal í yfirferð um íþróttaviðburði ársins þá verður maður allt að því móðgaður. Það er t.d. ekki minnst á Laugaveginn sem er okkar ultrafjallahlaup. Það er ekki minnst á Reykjavíkurmaraþon sem er fjölmennasti íþróttaviðburður ársins. Strandblak!! Þeir stunda líklega æfingar stíft yfir veturinn, væntanlega á mannbroddum. Vel á fimmta hundrað manns mætti í Gamlárshlaup ÍR sem var virkilega flott. Það segir manni að skokkarahópurinn er að stækka. Úr skokkarahópunum koma síðan afreksmenn á einu eða öðru sviði.

Man. Utd. og Arsenal gerðu jafntefli í kvöld. Shit. Líklega er Chelsea að taka þetta.

Engin ummæli: