föstudagur, mars 18, 2005
Frídagur í dag í aðdraganda marsmaraþonsins, pastaát og carbolode. Landsfundur var hjá sambandinu í dag og síðan samsæti í Borgartúninu fyrir landsfundargesti. Gætti hófsemi í drykkju og fór yfir í námsflokka á sjöunda tímanum til að skrá mig og borga. FM menn voru kátir yfir þáttökunni á morgun. Nokkrir tugir fara í boðhlaup og 13 hafa skráð sig í heilt. Spáin er góð þannig að þetta verður fínn dagur. Ég hef engin plön um mikinn árangur en ætla fyrst og fremst að taka þetta sem langa æfingu, helst að ná upp í 50 á deginum með niðurskokki að hlaupi loknu. Þarf að nýta páskana vel til að ná settu marki í mars. Það má segja að þá hefjist æfingar fyrst fyrir alvöru. Ég er hins vegar ánægður með stöðuna, skrokkurinn í fínu lagi það ég best veit og settum markmiðum verið náð og betur til. Það er ekkert sjálfgefið að útihlaup gangi upp eins og ætlað er fyrstu þrjámánuði ársins. Ég tel mig hafa verið að leggja grunninn og nú sé tími til kominn að fara að stilla upp fyrir veggjum. Þakið kemur síðan í maí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli