þriðjudagur, mars 29, 2005

Frí í dag, þriðjudag. Er með smá leiðindi í hægra hnénu sem líklega stafar frá parkettlagningu gærdagsins. Það hlýtur að jafna sig fljótt.

Lítið er að gerast í umhverfinu. Er ekki búinn að jafna mig að fullu á greinaskrifum og auglýsingum í blöðum yfir páskana sem varða fréttastofu útvarpsins. Mér fannst fréttastofan falla á öllum prófum þegar fréttamenn sjanghæjuðu henni til að fyglja eftir eigin metnaði. Mér finnst það síðan ekki bera vott um mikla fagmennsku hvernig starfsmenn útvarpsins létu persónulega óánægju með ráðningamál fréttastjórans bitna á saklausum áheyrendum og lögþvinguðum greiðendum afnotagjalda með allskonar viðtölum og pistlum sem voru vægast sagt vilhallir þeirra málstað. Ég gæti síðan farið yfir það hve vel "fagfólkið" á fréttastofunni hefur sinnt umfjöllun um málefni blaðbera Fréttablaðsins sem ég hef verið að reyna að vekja athygli á síðustu misserin. Nóg um þetta að sinni.

Engin ummæli: