Sala stöðin í kvöld og hefðbundinn hringur. Þetta er mjög gott og maður finnur framfarir, sérstaklega í tækjunum. Ég svitna svo svakalega þarna inni að ég þarf að skipta um bol eftir hlaupin á brettinu því það má vinda hann eftir. Hinn bolurinn er orðinn næstum því jafnblautur eftir tækin.
Ég horfi reglulega á DVD diskana sem ég fékk um daginn. Mér finnst mjög gott að fá tilfinningu fyrir því sem framundan er með því að horfa á þá. Þetta er ekki lítið að vera á ferðinni í um 30 klst hjá þeim sem lengst eru á ferðinni, það er nær því þrisvar sinnum lengri tími en ég var að á Borgundarhólmi í haust. Hitinn er vafalaust mjög erfiður ef hann er mikill. Margir gefast upp seinni part dagsins eftir að hafa verið á ferðinni klukkutímum saman í yfir 30 gráðu hita á ferðinni upp og niður. Þeir sem vanir eru segja að það sé synd að gefast upp þá áður en sól fari að lækka á lofti því þá fari manni strax að líða betur.
Fylgist spenntur með snjóskýrslunni á netinu. Fyrr í vetur leit ekki vel út því þá var úrkomulínan með því allra mesta sem sýnt var til samanburðar en nú er hún óðfluga að nálgast normal ár. Ég hef lesið frásögn af því þegar hlaupararnir þurftu að hlaupa yfir 30 km í snjó. Þá vannst hlaupið á um 18,5 klst í stað þess að venjulega vinnst það á um 16 klst og aldrei hafa fleiri dottið út heldur en þá.
Afmælishlaup formannsins nálgast óðum. Þátttaka virðist góð og vafalaust verður þetta góður dagur. veðurspá er heldur góð. Sé í fréttum að nú fellur hvert kuldametið eftir annað á norðurlöndum. Hitastigið í Uppsölum var - 25 C í gær. Í Lapplandi fór kuldinn niður í um - 40C. Það kaldasta veður sem ég hef lent í var í Kaupmannahöfn í byrjun janúar 1987. Þá bjó ég úti en var hérna heima í eina viku í mildu og góðu veðri. Þegar ég kom út var -18C og stormur. Það var svakalega kalt.
miðvikudagur, mars 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli