Fór í Salastöðina í kvöld. Það var hressandi því það er nokkur tími frá því ég fór síðast. Sá að ég hafði lést um eitt og hálft kíló síðan ég vigtaði mig þarna síðast. Það er árangur af smá aga í mataræði og nokkru álagi. Ég þyrfti helst að ná af mér um fimm kílóum á næstu þremur mánuðum. Það er svo merkilegt að um jólin og þar fyrst á eftir er maður friðlaus nema að maður fái nammi af og til og má ekki vita af opnum kassa. En eftir að maður hefur neitað sér um það í nokkurn tíma þá langar mann ekki vitund í mola þó nægilegt sé tilstaðar. Eins gott að vera búinn að ná undirtökum í þessu fyrir páskana.
Hlustaði í gær á umræður í útvarpinu um hvort ætti að fella niður samræmd próf í 10 bekk grunnskóla eða ekki. Alveg makalaust bullið í kennaranum sem taldi það ómögulegt að lokaprófiin í skólanum hefði nokkur áhrif á skólastarfið síaðsta veturinn. Þannig var það alltaf hjá þeim sem höfðu einhvern metnað að menn lögðu að sér og það tók vissulega tíma. Maður gat ekki verið að skollast í öllu út og suður ef einhver árangur átti að nást í skólanum. Landsprófið var á sínum tíma samræmt próf. Það þótti nokkuð erfitt, sumir náðu en aðrir ekki. Svona var það bara og þótti flestum ágætt. Það vitlausasta sem hann sagði var að framhaldsskólarnir ættu sjálfir að sjá um að leggja fyrir inntökupróf, líklega til að grunnskólakennararnir gætu einbeitt sér að einherju öðru en að vinna með nemendum undir prófin. Hvernig myndi það nú vera útfært. Þá myndu krakkarnir í fyrsta lagi ekkert vita um hvernig þeir stæðu þegar þeir kæmu út úr grunnskólanum. Þeir þyrftu að taka próf inn í framhaldsskóla. Hvað með þá sem myndu ekki ná nægjanlega hárri einkunn til að komast inn í einn skóla. Þá þyrfti þeir að taka inntökupróf inn í einhevrn annan. Hvað ef hann væri þegar fullsetinn? Þá þyrfti að finna einhvern enn annan og taka próf þar. Hvað ef að viðkomanid yrði það aftarlega að hann kæmist ekki inn í þau fáu sæti sem þar væru laus. Þá yrði að reyna á enn einum staðnum. Þetta er náttúrulega ómögulegt. Ég held að kennararnir ættu að einbeita sér að vinnunni sinni í stað þess að samþykkja svona vitlausar tillögur eins og var gert um daginn á grunnskólaþingi í þá átt að fella niður samræmdu prófin. Þetta er mér hugleikið vegna þess að yngri strákurinn minn er að taka samræmd próf í vor. Sem betur fer eru samræmd lokapróf upp úr grunnskólanum.
fimmtudagur, mars 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli