þriðjudagur, mars 08, 2005

Fór í stöðina í kvöld og tók 8 km og tækjahringinn. Er farinn að þyngja í tækjunum þannig að þetta er vonandi að hafa einhver áhrif, en lítið fækkar kílóunum. Var að velta því fyrir mér hvort það sé til bóta að skokka eftir að maraþoni lýkur. Nú voru svo sem engin átök á laugardaginn en sama er þetta tekur alltaf í. Maður var stirður til að byrja með þegar ég lagði af stað heim en svo smá hvarf stirðleikinn og það var orðið ekkert mál að nudda áfram. Ætli það sé ekki til bóta að skokka nokkra km í rólegheitum þegar maraþonið er búið til að ná úr sér strengjunum, sérstaklega ef maður hefur verið að taka mikið á? Ég þarf að prufa það einhvern tíma að afloknu góðu hlaupi en yfirleitt langar mann mest til að leggjast marflatur og hvílasig þegar þetta er loks búið eins og allir vita sem reynt hafa.

Heyrði afar einkennilegar umræður í sjónvarpinu í kvöld. Formaður rithöfundarsambandsins var að færa rök fyrir því að ríkið héldi mönnum uppi á launum sem langaði til að verða rithöfundar en hefðu ekki skrifað neitt sem neinn vildi lesa. Útgangspunkturinn í því var held ég að annar þeirra sem fékk "listamannalaun" í 3 ár hafði gefið út bók sem sledist í 300 eintökum. Pointið var að því mér skildist að því lélegri bók sem þú hefðir skrifað og þeim mun færri sem hefðu séð ástæðu til að kaupa hana, þeim mun meiri ástæða væri fyrir ríkið að halda þeim sama uppi á launum þannig að hann gæti fengið þann tíma sem hann þyrfti til að þroskast svo að hann gæti skrifað eitthvað sem einhver nennti að lesa. Hann vitnaði í einhvern Norðmann sem hafði þegið rithöfundarlaun af ríkinu í 20 ár þangað til hann skrifaði loks eitthvað bitastætt. Sá sem talaði á móti hélt því bæði fram að það ætti að styrkja þá sem eitthvað gætu og einhver nennti að lesa það sem hann gefði látið frá sér fara. Síðan ætti ríkið að hætta að styrkja þá þegar salan væri farin að gefa af sér gott lifibrauð og ekki ausa peningum í einhvern vonarpening sem einhver elíta tæki ákvörðun um að ætti að fá ríkispeninga enda þótt einginn vildi lesa bækur eftir hann.
Hallast að síðara sjónarmiðinu.

Man. Utd datt út í kvöld í meistara. Frekar slæmt mál en svona er þetta. Líklega sefur Jap Stam vel í kvöld.

Engin ummæli: