Við vorum einungis tveir sem lögðum af stað frá Laugardalslauginni á sunnudagsmorgun. Það var svo sem skiljanlegt að fólk vildi gera annað á sunnudagsmorgni en að hlaupa úti í frosti og sveljanda. Við héldum sem leið á vestur á Eiðistorg og þaðan hefðbundna leið til baka með ströndinni og inn í Elliðaárdal. Þetta gerði samtals um 20 km og var ágætt í sjálfu sér þar sem maður var vel búinn. Eftir hádegið fór að bæta í vind þannig að maður var feginn að vera búinn að klára dagskammtinn. Þegar upp var staðið varð þetta ágæt helgi enda þótt það hefði mátt vera hlýrra.
Strákarnir í Víking kláruðu mótið með sigri á Gróttu og enduðu í 2. sæti í þessum hluta sem er ágætt hjá þeim.
Eftir kvöldmat var haldinn félagsfundur í 100 km klúbbnum í Rauðagerðinu. Félagi Svanur er nýorðinn sextugur og var honum árnað heilla í tilefni tímamótanna. Ástandið á hópnum var ekki mjög björgulegt til hlaupa, meirihlutinn meiddur eða að jafna sig eftir meiðsli. Ég sýndi þeim myndina A Race For The Soul sem er frá WS 100 árið 2001. Hún gefur góða innsýn í hvað bíður þátttakenda. Félagsmenn æstust flestir upp við að horfa á diskinn og bar mörg og stór hlaup á góma sem mönnum fannst áhugavert að takast á við. Við áttum þarna góða kvöldstund sem er nauðsynlegt til að auðga samkenndina og félagsandann. Myndir frá fundinum eru á heimasíðu 100 km hlaupara.
mánudagur, mars 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli