Fékk enn eitt bréfið frá Gordy Ainsleigh nú áðan. Hann er að fara betur yfir hvernig hann býr sig undir ultralöng hlaup. Hann segir að sér hafi gengið best árin 1997, 1999 og 2001 þegar hann gerði allt rétt í undirbúningnum. Hann fólst meðal annars í því að taka nokkur 50 M hlaup vikurnar fyrir WSER, vera nógu útitekinn þannig að hann gætu hlaupið ber að ofan (eins og hann gerði í sumar) yfir heitasta hluta dagsins og síðan að hlaða sig upp af eftirfarandi: E vítamíni, Selen, C vítamíni, Calsíum og Magnesíum. Ég þarf að lesa bréfið hans nákvæmar en þessi steinefna- og snefilefna uppbygging sem hann leggur mikla áherslu á gerir það að verkum að hann verður ekki eins aumur í lærvöðvunum og ella sem gerir það að verkum að hann getur haldið lengur þeim dampi sem lungun þola lengur og aumir vöðvar verða honum ekki til trafala.
Ég er afar ánægður með að fá þessar upplýsingar og fróðleik frá honum því karlar eins og hann sem eru hoknir af reynslu en einnig miklir hugsuðir í þessum málum geta miðlað manni afar verðmætri þekkingu að það getur skipt sköpum fyrir mig og aðra sem gagn hafa af. Ég hef ekki til skamms tíma heyrt af þessari steinefnauppbyggingu en þó hefur t.d. Stebbi Örn sagt að eftir að hann fór að taka Magnesium og Selen fyrir hlaup þá hafi sinadrátturinn minnkað að mestu eða öllu leyti.
Félagi Ágúst kláraði maraþon í Sacramento fyrir skömmu á 3.32 sem er hans besti tími. Það var hans áttunda. Hann segist iðulega þurfa að stökkva yfir snáka þegar hann tekur löngu hlaupin úti í hæðunum á góðviðrisdögum.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli