Tók venjulegan hring í hverfinu í kvöld, gott veður, hlýtt og smá úði. Veðrið er greinilega eitthvað orðið skrítið. Maður sér ekki vetur hér sunnan heiða árum saman. Ég sakna hans svo sem ekki en sama er, þetta er eitthvað skrítið.
Fyrir þá sem eiga leið til Danmerkur í sumarfríi, vegna vinnunnar eða beinlínis til að hlaupa þá er hér listinn yfir maraþon og þaðan af lengri hlaup í Danmörku á næsta ári. Það er greinilega úr nægu að moða.
1. Kalundborg Vintermarathon Dato: 15/1
2. Femtårns Marathon, Kalundborg Dato: 26/3
3. Uhrskovs Marathon, Farsø Dato: 2/4
4. Aalborg Brutal Marathon Dato: 14/4
5. Skjern Å Running Challenge Dato: 29/4
6. Bornholm 6 - 12 - 24 timers løb Dato: 6.-7./5
7. power4you /75 km/Off road Challenge/Silkeb. Dato: 20/5
8. Copenhagen Marathon Dato: 21/5
9. Natursti-Marathon, Silkeborg Dato: 25/5
10. 100 km Als Rundt Dato: 26/5
11. Stark Ultra Run, Stige v. Odense Dato: 27/5
12. Århus City Marathon Dato: 17/6
13. Fredericia Ultramarathon Dato: 17/6
14. Aabenraa Bjergmarathon Dato: 17/6
15. Læsø Marathon Dato: 18/6
16. Marathon Weekend/Mjölner, Assens Dato: 1/7
17. Marathon Weekend/Another, Svanninge Dato: 2/7
18. North Sea Beach Marathon Dato: 2/7
19. Tórshavn Marathon/Færøerne Dato: 16/7
20. Arctic Marathon, Nuuk/Grønland Dato: 5/8
21. 24 timer Søndersø Rundt, Viborg Dato: 12/8 - 13/8
22. Grenå Marathon Dato: 19/8
23. Natturen, Helnæs – Fyn – 50 km Dato: 26/8
24. Ultra Marathon Bornholm Dato: 27/8
25. Pramdragerløbet, Randers-Silkeborg – 75 km Dato: 2/9-3/9
26. Skovløberen Marathon, Hvalsø Dato: 3/9
27. Aarhus 1900 – 100 km Dato: 9/9
28. H.C. Andersen Marathon Dato: 17/9
29. Polar Circle Marathon Dato: 21/10
30. IHS – Sønderborg Marathon Dato: 21 /10
31. Newline Skovmarathon, Hillerød Dato: 5/11
32. Socialmarathon, København Dato: 31/12
Öfgahópurinn sem fordæmir forsætisráðherra fyrir að hafa óskað Unni fyrir sigurinn í Miss World í Kína á laugardag var sýnilegur í blöðunum í morgun. Merkilegur er sá hroki þriggja kvenna að telja sig geta talað fyrir munn allra þeirra kvenna sem horfðu á balasláttinn niður í bæ í október sl. og geta fullyrt að fyrst konurnar 60 þþúsund mættu niður í bæ að leggja áherslu á réttindi kvenna í samfélaginu þá séu þær allar sjálfkrafa á móti fegurðarsamkeppnum. Allt í lagi að segja sína persónulegu meiningu en að slaka 60 þúsund manns svona með í forbifarten, það er svolítið annað. Síðan er bætt við fullyrðingum um að kjörið vekji hvergi áhuga og fjölmiðlar minnist ekki á það (nema kannski gula pressan sem á kannski að vera eitthvað ómerkilegt. Gula pressan er líklega ekki intelektúell pressa). Þeim til upplýsingar þá sá ég umfjöllun um kjörið í dönskum og norskum blöðum sem eru þau víðlesnustu þar í landi. Þar var fjallað um kjörið á jákvæðan og hlýlegan hátt og Unni og Íslendingum óskað til hamingju með niðurstöðuna. Ég hef hvergi séð í þeim norrænu blöðum sem ég les af og til að það hafi verið hnýtt eitthvað í þessa keppni. Það getur svo sem hafa farið fram hjá mér. Mér finnst reyndar fínt að svona öfgahópar komi grímulausir til dyranna. Það vekur fólk kannski aðeins til umhugsunar um málflutning þeirra.
Sá í DV í dag að Hvítasunnumenn eru farnir að senda frá sér instrúxionir um meðferð og afgreiðslu mála í Framsóknarflokknum. Kannski Alfreð hafi ekki haft svo rangt fyrir sér eftir allt hér í vetur er leið?
Skrítin er fréttamennskan. Las í tveimur blöðum í dag og horfði síðan á kvöldfréttir í RÚV þar sem sagt var frá dómi sem féll í máli Ástþórs Magnússonar gegn DV. Fyrirsögnin var allsstaðar eins. "Ritstjórar DV sýknaðir". Síðan byrjaði upptalningin: Ritstjórarnir voru dæmdir til að greiða bætur. Ritstjórarnir voru dæmdir til að greiða Ásþóri málflutningskostnað. Ákveðin ummæli sem ritstjórarnir höfðu viðhaft voru dæmd dauð og ómerk. Reyndar var ýmsum öðrum kröfum Ástþórs hafnað, s.s. bæði er varðar skaðabætur og ákveðin ummæli. En ansi fannst mér viðkomandi blaðamenn kokhraustir að segja í fyrirsögn án athugasemda "Ritstjórar DV sýknaðir"
þriðjudagur, desember 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli