Nú er byrjuð umræða um að leggja niður innflutningshöft á landbúnaðarafurðum til að bæta hag landsmanna enn frekar en orðið er. Upphaf þess er skýrsla þar sem kemur fram að landbúnaðarvörur séu dýrastar á Íslandi af Evrópulöndum. OK, ef menn vilja leggja niður innflutningshöft og losa um allar hömlur á innflutningi, hvað mun það þýða? Meðan ekki verður hægt að ráða vinnuafl til starfa á þeim launum sem samkeppnislöndin eru að greiða, þá mun framleiðslan flytjast úr landi. Hvað hefur gerst með þá framleiðslu sem hefur verið sett í frjálsa samkeppna? Fataiðnaður, húsgagnaiðnaður, skipasmíðar. Vitaskuld er allt komið úr landi. Fiskiðnaðurinn á í harðri samkeppni við fiskiðnað í Kína. Þannig er fjarlægðarvernd að engu orðið vegna lægri fraktkostnaðar sem kemur til vegna stærri skipa og skráningar skipa í löndum sem bjóða upp á hagstæðari skilyrði en önnur.
Verkalýðsfélögin hafa staðið í hörðum slag gagnvart starfsmannaleigum að undanförnu sem hafa boðið fram vinnuafl á lægra verði en það býðst samkvæmt innlendum kjarasmaningum. Hvers vegna vill þetta fólk vinna við lægra kaupi en samið hefur verið um hérlendis? Það er vegna þess að það kemur frá fátækum löndum þar sem lífskjör eru miklu lægri en hérlendis og efnahagskerfið allt annað. Það sem þykja lág laun miðað við innlenda kjarasamninga þykja há laun í Austur Evrópu. Af hverju ætli okur þyki ódýrt að versla í fyrrum austantjaldslöndum. Það er vegna þess að það er kaupgjald lágt og efnahagskerfið allt annað. Atvinnyleysi er líka gríðarlega hátt í mörgum þessara landa. hvað ætli það sé hátt í Portúgal, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi. Ætli það sé ekki um og yfir 10 - 15%. Það er síðan enn hærra eftir því sem farið er austar í Evrópu. Matvæli er mun hærri hluti af framfærlsukostnaði almennings í þessum löndum en hérlendis. Hví ætli það geti verið þrátt fyrir að matvæli séu dýr hérlendis samkvæmt umræddri skýrslu? Jú, það er vegna þess að kaupmáttur launa er svo mikill hérlendis. Hlutfall matvæla af framfærslukostnaði heimilanna er mjög lágt hérlendis.
Sú velferð sem við búum við byggir að verulegu leyti á því að flytja inn ódýrar vörur frá löndum þar sem laun eru mjög lág svo sem eins og í Austur Asíu. Gríðarleg vinnuþrælkun starfsmanna og lúsarlaun eru grunnur að því að við getum keypt fatnað á lægra verði heldur en þegar hann var framleiddur hérlendis. Ég efa ekki að við getum flutt landbúnaðarafurðir inn við lægra verði ef við framleiðum þær á hérlendis. Undanfari ákvörðuanrtöku um slíka hluti verður að vera djúp greining á afleiðingum þess. Það er dapurlegt að hlusta á málflutning ýmissa sme hafa verið leiddir í fjölmiðla að tjá sig um þessi máli án þess að hafa neitt einasta vit á því hvað það er að tala um. það einasta sem kemst að er að fá matvöruna á lægra verði en hún fæst keypt á í dag. Ef verður opnað fyrir innflutning á allri framleiðsluvöru til landsins þá hlýtur það að leiða til þess að almennir kjarasamningar hérlendis taki mið af kjarasamningum í samkeppnislöndum okkar og þá er ég ekki að tala um Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Það þýðir ekki að þreyja kapphlaup við aðila sem skeiðar áfram óhindraður en vera sjálfur í fótjárnum. Slíkt getur ekki kallast jöfn samkeppni.
Rás 2 stendur fyrir jólalagasamkeppni. Í fyrra sigraði dúettinn Hvítir mágar. Sex aðilar komust í úrslit. Kastljós sjónvarpsins var svo smekklegt að bjóða einum keppendanum að syngja lagið sitt í gærkvöldi í lok dagskrár. Ég geri ekki ráð fyrir að minni spámenn jólalagasamkeppni rásar 2 fái sömu tækifæri að kynna framlög sín. Enda þótt Eyvör Pálsdóttir sé afargóð söngkona og eigi allt gott skilið þá á hún ekki að fá eitthvað forskot fram yfir aðra þegar hún tekur þátt í formlegri keppni og sjónvarpið ætti að læra að skammast sín.
föstudagur, desember 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli