þriðjudagur, desember 27, 2005
Var latur í morgun og svaf af mér morgunskokkið sem átti að fara fram. Svona er þetta en frá og með nýju ári verður ekkert svona tekið til greina sem gild afsökun. Dagurinn var heldur rólegur, fótboltinn var dekkaður af mikilli fagmennsku lungann úr deginum. Þrír íslendingar voru á skjánum í þeim leikjum sem horft var á, Hermann, Heiðar og Eiður Smári. Heiðar skoraði djarflegt mark úr víti, líklega sitt fyrsta í úrvalsdeildinni ensku. Allir stóðu þeir sig vel. Nokkur umræða fór fram á heimilinu um nauðsyn þess að láta slag standa og sjá leik í Englandi áður en vetur er á enda runninn. Kostnaður setur nokkuð strik í dæmið en engu að síður eru allir sammála um að þeim peningum sé vel varið, sérstaklega þeir sem gera ráð fyrir að þurfa ekki að reiða þá fram úr eigin vasa. Málið er sett í nefnd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli