Sé á heimasíðu WSER að það er búið að draga í þátttakenda lottóinu fyrir næsta ár. Pláss var fyrir um 38% af þeim Bandaríkjamönnum sem óskuðu eftir þátttöku en útlendingar komast beint inn. Nú eru þrír norðurlandabúar með, tveir Norðmenn og einn Svíi. Annar Norðmaðurinn er kona, Sharon Broadwell, sem er vel þekkt í norskum hlaupakretsum og er hún fyrsta norska konan sem leggur í WSER. Reyndar hafa einungis fjórir Norðmenn lokið hlaupinu til þessa, þar af tveir í fyrra. Fyrir ári síðan var ég varla búinn að segja nokkrum manni (nema félögum í 100 K félaginu) að ég hefði þessi brjáluðu plön framundan. Maður vissi svo sem ekki mikið hvað maður var að henda sér út í og ekki batnaði það þegar ég fór að fá betri upplýsingnar um hvað var í vændum. Rest is history. Ég heyri á Kristni félaga í San Fransisco að hann langar mikið til að taka þátt af alvöru árið 2007 og þarf því að klára lágmarksskilyrðin í ár. Það tekst vafalaust með aga og markvissum æfingum.
Sextíu og fjögurra ára gamall Svíi varð sjöundi í sex daga hlaupinu í Ástralíu og setti sænskt með. Sýnir að aldur er afstæður. Skyldi Biggi Sveins vita af þessu?!! Dettur í hug í þessu sambandi að einhver "ungur" fór að tala um miðaldra karlmenn með heldur lítilli virðingu á kallaráðstefnunni í Kópavogi í síðustu viku. Það virðist vera búið að gefa út allsherjar veiðileyfi á karla sem eru eldri en efri mörk hafa verið sett í ungmennadeildum stjórnmálaflokkanna. Mín skoðun á hvað er miðaldra og hvað ekki er að athafnir viðkomandi og líkamlegt og andlegt atgerfi er miklu betri mælikvarði á aldur en hve búið sé að fletta dagatalinu oft á æfiskeiði viðkomandi.
mánudagur, desember 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli